Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2012 | 23:59

Sveitakeppni eldri kylfinga: Sveit GR varð Íslandsmeistari í 1. deild eldri kvenna!!!

GR-konur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu glæsilega í Sveitakeppni eldri kylfinga sem fram fór á Flúðum um síðustu helgi. Þær sigruðu GKG nokkuð örugglega í úrslitaleiknum.

Kvennasveitina skipuðu þær Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðars, Jóhanna Bárðardóttir, Margrét Geirsdóttir, Stefanía M. Jónsdóttir og Steinunn Sæmundsdóttir.

Liðstjóri sveitarinnar var Halldór B. Kristjánsson.

Silfursveit GKG. Mynd: GKG

Í Silfur-sveit GKG voru þær: María Málfríður Guðnadóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Ólöf Ásgeirsdóttir og Sigríður Olgeirsdóttir.

Liðsstjóri sveitarinnar var Áslaug Sigurðardóttir.

Í úrslitaviðureigninni við GKG sigraði sveit GR með 2.5 vinningi gegn 0,5 vinningi sveitar GKG. Það voru María Málfríður, GKG og Guðrún Garðars, GR, sem skildu jafnar. Aðra leiki vann sveit GR. Þær Stefanía og Steinunn unnu Bergljótu og Jónínu Páls í fjórmenningi 3&2 og Ásgerður vann Sigríði 6&5 í tvímenningi.

Í keppni um 3. sætið sigraði sveit Golfklúbbsins Keilis sveit Golfklúbbsins Kjalar 2,5-0,5.  Það voru þær Erla Adolfs GK og Margrét Óskars GKJ sem skildu jafnar. Aðra leiki vann GK, þ.e.: Margrét Theódórs vann Ellu Rósu Guðmundsdóttur 5&3 og í fjórmenningnum unnu þær Anna Snædís Sigmarsdóttir og Kristjana Aradóttir þær Dagnýju Þórólfsdóttur og Þuríði Pétursdóttur 3&2.

Sveit Golfklúbbs Akureyrar tókst að halda sæti sínu í 1. deild,varð í 6. sæti, en sjá má mynd af sveit eldri kvenna í GA hér:

Sveit eldri kvenna í GA, sem keppti í sveitakeppni GSÍ 2012. Mynd: gagolf.is

Úrslit í sveitakeppni GSÍ 2012 – 1. deild eldri kvenna voru eftirfarandi:

1. deild kvenna eldri kylfinga:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbburinn Keilir
4. Golfklúbburinn Kjölur
5. Golfklúbbur Suðurnesja
6. Golfklúbbur Akureyrar
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Golfklúbbur Öndverðarness