Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2012 | 23:15

PGA: Pádraig Harrington í forystu eftir 1. dag Barclays mótsins á Bethpage Black

Það er Írinn Pádraig Harrington, sem tekið hefir forystu eftir 1. dag Barclays Championship, sem hófst á Bethpage Black golfvellinum í New York í dag. Harrington kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Hann fékk 8 fugla og 1 skolla.  Fjórir fuglanna komu í röð hjá honum á holum 11 – 14 , sem var langbesti hluti leiksins hjá honum í dag. Harrington lék einfaldlega snilldarlega.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Bandaríkjamennirnir Nick Watney og Brian Harman, á 65 höggum sem sagt.

Fjórir kylfingar deila 4. sætinu þ.á.m. Sergio Garcia og eru allir á 5 undir pari, og voru á 66 höggum í dag.

Síðan eru 6 kylfingar í 8. sætinu þ.ám. Rickie Fowler á 4 undir pari, 67 höggum, hver.

Tiger stóð sig betur en Rory í einvígi þessara bestu kylfinga heims. Tiger var á 3, 68 höggum undir pari og deilir 14. sætinu ásamt 11 öðrum kylfingum þ.á.m. ekki minni mönnum en Ernie Els, Vijay Singh, Phil Mickelson og Luke Donald.

Rory deilir 26. sætinu ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. Lee Westwood og Steve Stricker en allir eru þeir búnir að spila á 2 undir pari þ.e. 69 höggum, hver.

Munur milli kylfinga í 1. og 33. sæti eru 5 högg, sem sýnir hversu hörð baráttan er á toppnum enda geysimikið í húfi. Spennandi helgi framundan!!!

Til þess að sjá stöðuna á Barclays mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: