Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2012 | 22:45

Afmæliskylfingur dagsins: Gene Sauers – 22. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Gene Sauers. Gene fæddist í Savannah, Georgia, 22. ágúst 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Sauers byrjaði að spila golf vegna föður síns og var bara 9 ára gamall. Hann spilaði síðan í háskólagolfinu í Georgia Southern University í Statesboro, Georgia. Hann gerðist atvinnumaður og hefir spilaði á PGA Tour 1984-1995. Þá missti hann kortið sitt á PGA Tour  og spilaði bara í einstaka móti þeirrar mótaraðar því síðasta árið 2005. Hann hefir verið að spila á nokkrum mótum Nationawide Tour í ár 2012 og ætlar sér að vera á þeirrri mótaröð þar til í dag að hann náði þeim árangri að geta spilað á Champions Tour.

Gene Sauers á að baki 8 sigra sem atvinnumaður þar af 3 á PGA Tour og hátt á fimmta tug topp-10 árangra á PGA Tour.  Besti árangur hans í risamótum er 2. sætið sem hann deildi með öðrum þ.e. á PGA Championship 1992. Sem sagt kylfingur sem var oft meðal þeirra efstu en sjaldan á löngum ferli í efsta sæti.

Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Paola Moreno, 22. ágúst 1985 (27 ára).

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is