Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2012 | 10:30

Golfútbúnaður: True Temper kynnir nýju Ryderbikars sköftin

Ryder Cup leikmenn bæði í bandaríska liðinu og evrópska liðinu munu fá ný sköft og þau sem urðu fyrir valinu voru frá True Temper og eru tvennskonar  True Temper Dynamic Gold eða Project X.

Dynamic Golf skaft

True Temper Sports kynnti takmarkað framboð af  Dynamic Gold og Project X sköftum með lógó-um liðs Bandaríkjanna og liðs Evrópu í Ryder Cup keppninni. Leikmenn sem nota Dynamic Gold eða Project X munu fá sköft sín skipt út fyrir þessi sköft sem aðeins eru örfá til af.

„Við vildum halda upp á þennan viðburð og okkur fannst við hæfi að gefa þessum hæfileikaríku samkeppnisaðilum. liðunum báðum sem keppa um Ryder bikarinn sköft til þess að minnast Ryder Cup keppninnar og þessarar klassísku samkepnni,“ sagði framkvæmdastjóri og forseti True Temper Sports,  Scott Hennessy í fréttatilkynningu.

Project X skaft

Í Bandaríkjunum fást þessi sköft í mjög takmörkuðu upplagi hjá Golfsmith, Hireko Golf, the GolfWorks, Swing Science og Performance Fitting Center, sagði True Temper en hluti af innkomunni er eyrnamerkt „Birdies for the Brave“, sem er góðgerðarverkefni PGA sem styður starfsfólk bandaríska hersins og fjölskyldur þeirra.