Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 15:00

Golfútbúnaður: Titleist 913 D2 dræver

Titleist 913 D2 dræverinn er hannaður til þess að framkalla meiri hraða, lengd og nákvæmni  og er með því útliti, hljóði og tilfinningu sem tekin er fram fyrir á Túrnum.

Hönnun 913 dræversins miðast við að skapa meiri lengd og minna spinn með því að staðsetja þyngd skilvirkara og staðsetja CG betur. Verkfræðingar Acushnet hönnuðu kylfuandlitið með því að nota nokkuð sem upp á ensku heitir: „Forged Variable Thickness Insert“ sem leiðir til þess að miðhluti kylfuandlitsins er þykkri og er sameinaður þynnri hluta, þ.e. þykktin yfir kylfuandlitið er breytileg. Með því að þynna út kylfuandlitið fæst meiri fyrirgefanleiki og hraði yfir allt kylfuandlitið.

Nýja kylfuandlitið er 2 grömmum léttara en á fyrri gerðum drævera og eykur boltahraða sé hitt í miðju andlitsins allt að 2 mílur á klst. Þetta er 11% aukning á hámarks boltahraða miðað við 910 dræverana, sem hefir í för me sér að ef ekki er hitt á „sweet-spot-ið“ og snertingin verður nær tá eða hæl þá næst engu að síður meiri lengd, þ.e. boltar eftir misheppnuð högg fljúga lengra.

Betri skilyrði eru sköpuð til að senda boltann á flug (ens. launch conditions) og þeim er náð fram í Titleist  913 drævernum með því að lækka miðpunkt þyngdaraflsins (ens. center gravity) og færa nær hlutlausum ás sem nær skáhallt frá kylfuandlitinu að sólanum. Með því að flytja þyngd frá kylfuandlitinu og nota nýja þyngdardreifingu á sólanum, þá er miðja þyndarafls staðsett þannig að hún eykur fyrirgefanleika, meðfærileika og árangur sem næst með drævernum.

Titleist 913 D2 hefir sérstakan miðpunkt þyngdarafls (ens. center of gravity) sem hannaður er til að auka fyrirgefanleika og með meiri tilhneiginu til drags (ens.: draw) en finnst hjá  „bróðurdrævernum“ 913 D3.

Nýi 913 dræverinn er með endurhannaða „ Surefit Tour“ þyngd nærri sólanum. Vigtin er 2 grömmum þyngri en áður með nýhönnuðum skrúfum sem tryggja að þyngd kylfuhöfuðsins sé staðsett lægra.

Titleist 913 dræverinn er í grunninn hannaður til þess að skila betri árangri, meiri hraða og fjarlægð og hægt er að aðlaga hann sveiflu sérhvers kylfings og því boltaflugi sem óskað er.