Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2012 | 11:30

Dæmi um hvernig Michael Jordan hjálpar til í golfinu

Golf 1 greindi frá því í gær að Davis Love III hefði komist að samkomulagi við  körfuboltasnillinginn Michael Jordan að hann væri bandaríska Ryder Cup liðinu 2012 innan handar, þá daga sem keppnin fer fram í Medinah, Chicago 28.-30. september.  Jordan er goðsögn í Chicago og þeir Davis Love og hafa lengi verið vinir.

Davis Love III var í University of North Carolina og spilaði með golfliði skólans í 4 ár og gerðist síðan atvinnumaður 1985 og komst strax á PGA Tour.

Davis Love III hefir sigrað 34 sinnum á ferli sínum, þ.á.m. 20 sinnum á PGA Tour.  Hann hefir 6 sinnum verið í Ryder Cup liði Bandaríkjanna, þ.á.m. sigurliðum Bandaríkjanna 1993 og 1999.

Meðan Davis Love III var í háskólagolfinu átti hann í vandræðum með stutta spilið.  Hann ákvað að taka strax á þessu og gerði því það sama og margir af fremstu kylfingum heims, fór til eins þekktasta golfíþróttasálfræðingsins, sálfræðings golfstjarnanna Bob Rotellla.

Um fundi þeirra skrifaði Bob Rotella í einni golfbóka sinna:

„Þegar ég byrjaði fyrst að vinna með Davis Love III, var hann nemandi í University of North Carolina. Faðir hans var gamall vinur minn úr Golf Digest skólanum og hann sendi Davis til mín til þess að fá hjálp við andlegu hlið leiks síns. Sem háskólanemi hafði Davis þá þegar langa, flæðandi sveiflu og gríðarlega lengd. Hann vissi hvernig hann átti að slá stuttu höggin, en honum var kennt af föður sínum, sem var meistari. Stutta spilið hans var ekki eins afkastamikið og hann vildi að það væri til þess að hann yrði árangursríkur atvinnumaður. Ég stakk upp á að hann nálgaðist pitch og vipp á sama hátt og vinur hans Michael Jordan nálgaðist það að skora körfu í körfuboltanum. Jordan bara horfir á körfuna og skýtur. Ég vildi að Davis gerði það sama við vippin og púttin – bara horfa og bregðast við. Ég sagði honum að hugsa um stutta leik sinn eins að hlaupa og skjóta í sókn (í körfubolta).

Ég henti annarri samlíkingu að honum, stakk upp á að stutta spilið væri líkt og að spila jazz á píanó. Allir geta lært að setja fingur sína á réttu lyklana, bara eins og hver annar getur af tækni sett pútter sinn eða fleygjárn sitt á réttan stað. En til þess að framkalla fallega tónlist, verður píanóleikari að láta hana flæða, á sama hátt og púttari eða vippari verður að líta á holuna og bregðast við. Davis varð líka að læra að hugsa um að setja niður eftir með stuttu höggum sínum. Þegar hann kom fyrst til mín var hann ekki að hugsa um að setja niður vipp og pitch sín í holuna. Hann var að hugsa um að komast upp og niður. Stundum ef hann var fullur sjálfsöryggis tókst honum það. Stundum var hann áhyggjufullur og tókst það ekki. En hann var ekki að hugsa um holuna. Það varð að breystast áður en hann fór að sigra stöðugt og það gerðist. Davis er orðinn betri með hverju ári og hann er að verða góður leikmaður með fleygjárn og pútter. Auðvitað er ég sérstaklega ánægður fyrir hans hönd þegar hann vinnur mót með stutta spilinu.“

Það er skemmst frá því að segja að stutta spil Davis lagaðist mikið eftir tímann hjá Rotella og tenginguna við Jordan. Hann vann hvert mótið á fætur öðru. Hann þekkir því af fyrstu hendi hversu mikil hjálp getur verið í Michael Jordan, fyrir utan virðingarinnar og áhrifanna sem Jordan hefir fyrir það eitt að vera frábær íþróttamaður.