Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 20:30

Ólafur Björn í 16. sæti á Olde Sycamore Golf Plantation mótinu

Ólafi Birni Loftssyni, NK, gekk illa í dag, seinni dag Olde Sycamore Golf Plantation mótsins í Norður-Karólínu, en mótið stóð dagana 4.-5. september 2012. Hann kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggum.

Samtals spilaði  Ólafur Björn á 1 yfir pari (71 74), á fyrsta móti sínu sem atvinnumanns.

Frank Adams III

Sá sem sigraði í mótinu var Frank Adams III en hann spilaði hringina 2 á samtals 11 undir pari (67 66). Sá sem varð í 2. sæti var á samtals 6 undir pari, þ.e. Frank Adams III var með 5 högga forystu á þann sem næstur kom og átti 12 högg á Ólaf Björn.

Til þess að sjá úrslit í Olde Sycmore Golf Plantation mótinu SMELLIÐ HÉR: