Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Mississippi State lið Axels og Haraldar Franklíns varð í 2. sæti á Sam Hall Intercollegiate

Í dag lauk fyrsta móti sem Haraldur Franklín Magnús, GR og Mississippi State tók þátt í, í bandaríska háskólagolfinu. Og Haraldur Franklín stóð sig vel!!!

Hann lauk keppni T-21 var á samtals 215 höggum (71 72 72). Haraldur Franklín keppti einungis í einstaklingskeppninni, en hefði Haraldur verið í liði Mississippi State hefði liðið orðið í 1. sæti.  Glæsileg byrjun hjá Haraldi og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur!!!

Axel Bóasson, GK og Mississippi State, varð T-43, en átti afar glæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 69 högg í dag. Á hringnum fékk hann 4 fugla og 2 skolla. Samtals spilaði Axel á 220 höggum, þ.e. póstnúmeri Hafnarfjarðar (74 77 69)!!!!  Frábær lokahringur hjá Axel!!!

Til þess að sjá úrslit á Sam Hall Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: