Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Indíana Auður Ólafsdóttir – 12. september 2012

Það er Indíana Auður Ólafsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Indíana er fædd 12. september 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!! Indíana er í golfklúbbnum Hamar á Dalvík. Hún hefir staðið sig vel í fjölmörgum opnum mótum og er skemmst að minnast að hún sigraði á Volare mótinu á Jaðrinum á Akureyri þann 8. júlí s.l. – hlaut 38 punkta með tilheyrandi forgjafarlækkun.

Indíana er gift honum Marinó og á 3 börn og 4 barnabörn auk tveggja sem hún er að sögn búin að eigna sér.

Komast má á facebook síðu Indu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan:

Indíana Auður Ólafsdóttir (Innilega til hamingju !!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (56 ára); Angel Cabrera, 12. september 1969 (43 ára);  Shigeki Maruyama (丸山茂樹, Maruyama Shigeki; 12. september 1969 (43 ára) …. og …..

Joyce Baffoe (45 ára)

Salthúsið Grindavík (51 years old)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is