Hunter Mahan dapur eftir að hafa verið hunsaður í vali í bandaríska Ryder Cup liðið – Ætlar ekki að horfa á keppnina
Hunter Mahan hefir viðurkennt að hunsunin á að velja sig í bandaríska Ryder Cup liðið hafi komið illa við sig.
Hinn 30 ára Mahan hefir spilað í síðustu tveimur viðureignum heimsálfuliðanna og taldi næsta víst að hann ætti öruggt sæti í liðinu sem spilar á Medinah eftir að hafa sigrað tvisvar á PGA Tour í ár.
En hann hefir verið í sífellt verra spilaformi undanfarið og það varð til þess að hann féll niður Ryder Cup stigalistann, varð í 9. sæti en 8 efstu á listanum fá sjálfkrafa þátttökurétt.
Rothöggið kom þegar Davis Love III valdi þá Steve Stricker, Jim Furyk, Dustin Johnson og Brandt Snedeker í lið sitt.
Höggið virðist hafa tekið sinn toll af Mahan því það var eins og allt loft væri úr honum á BMW Championship s.l. helgi þar sem hann spilaði á 80 og 77 um helgina og varð í síðasta sæti, 32 höggum á eftir Rory McIlroy.
„Það er erfitt að spila golf í augnablikinu. Ég get bara ekki ráðið við allt. Golf hefir lítið aðdráttarafl. Það er innantómt. Maður verður að vera andlega og tilfinningalega skuldbundinn hvern hring og ef maður er það ekki þá er erfitt að keppa.“
„Þetta var erfitt -erfiðara en ég hélt,“ viðurkenndi Mahan.
„Ég reyndi að raða brotunum saman aftur, skipta um pútter, leita að fljótlegri lausn, en í lok dags þá er allt sem eftir stendur að viljinn er brotinn.“
„Ég er ekki einu sinni tæknilega góður í augnablikinu.“
Mahan var lykilmaður í síðustu Ryder bikars keppni á Celtic Manor 2010 þegar Graeme McDowell sigraði hann í úrslita tvímenningnum.
Hann sagði að hann myndi ekki einu sinni horfa á keppnina í ár eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti í liðinu og eftir að hafa enga náð hlotið fyrir augum Love.
„Ég held bara ekki,“ sagði Mahan aðspurður hvort hann ætlaði a.m.k. að horfa á í sjónvarpinu.
„Að hafa verið þarna og gengið í gegnum það…. þá er erfitt að segja þetta. Ég á marga vini í liðinu og ég vil að þeim gangi vel. Mér líður ekki vel að segja þetta, en ég held að það myndi verða erfitt að sitja og horfa á. Ég kem hins vegar til með að fylgjast með úrslitum í hverjum leik í lok dags.“
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024