Arnór Ingi á Vestmannaeyjavelli. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: The Crusaders lið Arnórs Inga Finnbjörnssonar í 1. sæti á Smoky Mountain Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey tók þátt í Smoky Mountain Intercollegiate mótinu dagana 10.-11. september s.l.

Mótið fór fram í Sevierville Tennessee.

Arnór Ingi spilaði á samtals 149 höggum (74 75) og varð T-26 og á næstbesta heildarskori liðs síns.

The Crusaders liða Arnórs Inga og Belmont Abbey gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í liðakeppninni; háskólalið Columbus State varð í 2. sæti og Clayton State í 3. sæti.  Glæsilegt!!!

Til þess að sjá frétt Belmont Abbey um mótið SMELLIÐ HÉR: