Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 22:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og Ólafía Þórunn hafa lokið leik á Cougar Classic

Í dag var spilaður lokahringurinn í Cougar Classic mótinu, sem fram hefir farið í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 128 frá 24 háskólum.

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, spilaði á samtals 224 höggum (74 72 78) og varð T-59. Hún var á 2. besta heildarskori í liði sínu. Lið UNCG varð í 22. sæti af háskólaliðunum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn J.Gíslason

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest lék á samtals á 229 höggum (80 74 75) og varð T-83. Hún var á 3. besta heildarskori í liði sínu. Lið Wake Forest varð í 17. sæti af háskólaliðunum.

Til þess að sjá úrslitin í Cougar Classic SMELLIÐ HÉR: