Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 14:30

GA: Árni Björn Árnason fór holu í höggi á 18. braut Jaðarsvallar

Árni Björn Árnason, GA, fór holu í höggi á par-3 18. brautinni í gær.

Að sögn Árna var þetta draumahögg í alla staði, en kúlan var strikbein stefndi beint á holu lenti í flatarkanti og rúllaði beint í.

Árni Björn og félagar spila nánast upp á hvern einasta dag ársins þegar hægt er að komast í golf og spila þá 9 holur og þá yfirleitt fyrri 9 holurnar en í gær breyttu þeir út af og spiluðu seinni 9 og endaði sá hringur á holu í höggi á 18.

Árni er búin að bíða eftir þessu draumahöggi í yfir 30 ár – hefir aldrei farið áður holu í höggi.

Með honum í hollinu voru Sigurður Stefánsson, Svanberg Þórðarsson og Valberg Ingvarsson.

Golf 1 óskar Árna Birni til hamingju með höggið góða og nýfenginn Einherjatitil!!!

Heimild: gagolf.is