Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 13:44

GA: Magnús V. Magnússon fór holu í höggi!!!

Magnús V Magnússon kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar (GA) gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8.braut Hólmsvallar í Leiru, sunnudaginn 16. september s.l.
Magnús notaði fleygjárn við draumahöggið en þeir félagarnir misstu af flugi boltans sem þó stefndi allan tímann á pinnann.

Þeir leituðu því dágóða stund að boltanum þar til þeir uppgötvuðu hann í holunni.

Þetta er í annað sinn sem Magnús fer holu í höggi en fyrra skiptið fór hann holu í höggi á Urriðavelli þeirra Oddfellowa.

Golf 1 óskar Magnúsi til hamingju með draumahöggið!!!

Heimild: Heimasíða GS www.gs.is