Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 21:30

PGA: Tiger og Justin Rose leiða eftir 1. hring Tour Championship

Í dag hófst Tour Championship í East Lake Club.

Það eru Tiger Woods og Justin Rose sem leiða eftir 1. dag – báðir komu í hús á 4 undir pari, 66 höggum.

Tiger missti rétt í þessu af fuglapútti á 18. flöt, sem hefði tryggt honum einum forystu í mótinu.

Tiger fékk 6 fugla og 2 skolla á hringnum alveg eins og Rose.

Í 2. sæti á 67 höggum eru þeir Scott Piercy, Boo Van Pelt, Steve Stricker og Matt Kuchar, allt Bandaríkjamenn.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: