Nýju stúlkurnar á LET 2012 (23. grein af 34): Kendall R. Dye
Bandaríski kylfingurinn Kendall R. Dye var ein af 7 stúlkum sem urðu í 9. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Þrjár af þessum 7 stúlkum hafa þegar verið kynntar þ.e.: Liebelei Lawrence, Jennie Lee og Charlotte Ellis og þær þrjár sem eftir eru verða kynntar á næstu dögum.
Kendall R. Dye fæddist 3. mars 1987 í Memphis, Tennessee og er því 25 ára. Kendall byrjaði að spila golf 8 ára. Meðal áhugamála hennar er að horfa á kvikmyndir, fara í verslunarleiðangra, lesa og háskólaíþróttir. Hún segir fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi.
Kendall var í University of Oklahoma og útskrifaðist með gráðu í samskiptafræðum (ens.: Communications) árið 2009. Kendall býr í Edmond, Oklahoma.
Eftir útskrift í Oklahoma spilaði Recorded Kendall m.a. á Cactus Tour, þar sem Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir spilaði einnig á eftir útskrift. Kendall sigraði í tveimur mótum á Cactus Tour. Næstu 2 árin spilaði hún á LPGA Futures Tour þ.e. 2010 og 2011 og var besti árangur hennar þar 5. sætið á South Shore Championship í Crown Point, Indíana.
Í ár hefir Kendall spilað á Evrópumótaröð kvenna.
Til þess að sjá skemmtilegt viðtal blaðamanns LET við Kendall SMELLIÐ HÉR:
Til þess að fræðast nánar um Kendall má m.a. skoða heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024