Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (23. grein af 34): Kendall R. Dye

Bandaríski kylfingurinn Kendall R. Dye var ein af 7 stúlkum sem urðu í 9. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Þrjár af þessum 7 stúlkum hafa þegar verið kynntar þ.e.: Liebelei Lawrence, Jennie Lee og Charlotte Ellis og þær þrjár sem eftir eru verða kynntar á næstu dögum.

Kendall R. Dye fæddist 3. mars 1987 í Memphis, Tennessee og er því 25 ára. Kendall byrjaði að spila golf 8 ára. Meðal áhugamála hennar er að horfa á kvikmyndir, fara í verslunarleiðangra, lesa og háskólaíþróttir. Hún segir fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi.

Kendall var í University of Oklahoma og útskrifaðist með gráðu í samskiptafræðum (ens.: Communications) árið 2009. Kendall býr í Edmond, Oklahoma.

Eftir útskrift í Oklahoma spilaði Recorded Kendall m.a. á Cactus Tour, þar sem Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir spilaði einnig á eftir útskrift. Kendall sigraði í tveimur mótum á Cactus Tour. Næstu 2 árin spilaði hún á LPGA Futures Tour þ.e. 2010 og 2011 og var besti árangur hennar þar 5. sætið á South Shore Championship í Crown Point, Indíana.

Í ár hefir Kendall spilað á Evrópumótaröð kvenna.

Til þess að sjá skemmtilegt viðtal blaðamanns LET við Kendall SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fræðast nánar um Kendall má m.a. skoða heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: