Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2012 | 14:30

Kærestur og eiginkonur Ryder Cup liðsmanna vekja alltaf athygli

Í allri spennunni sem fylgir Ryder Cup keppnum er nauðsynlegt að hafa þá þætti í lífi leikmanna til staðar, sem veita þeim mesta stuðninginn og fær þá vonandi til að mæta afslappaðri til leiks: eiginkonur og kærestur.  Þeim er alltaf helgaður sérstakur þáttur í Ryder bikarskeppnunum.

Eiginkonur og kærestur liðsmanna evrópska liðsins í Ryder Cup

Þær eru sjaldnast kynntar eins og gert var í opnunarhátíðinni í Medinah s.l. fimmtudag, þ.e. þeim helgaður sérstakur hluti hátíðarinnar.

Síðan er haldinn sérstakur Gala-dinner fyrir keppni og þar er mikil samkeppni milli eiginkvenna og kæresta beggja liða ekki síður en milli eiginmanna og kæresta á golfvellinum.

A.m.k. virðist fyrirliði evrópska liðsins ánægður með WAGS-in sín þetta árið, en tekin var skemmtileg mynd af honum innan um allan kvennafansinn!