Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 17:00

Birgir Leifur komst á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!

Birgir Leifur er kominn á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!!

Birgir Leifur lauk leik í Bogogno á Circolo golfvellinum í dag.  Hann lék lokahringinn á sléttu pari, 72 höggum, fékk 1 skramba og 2 fugla. Birgir Leifur lauk leik á samtals 2 undir pari, 286 höggum (71 74 69 72).

Hann varð T-23, þ.e deildi 23. sætinu með tveimur öðrum kylfingum. Aðeins 28 efstu í mótinu komust á 2. stig úrtökumótsins og er þetta því glæsilegur árangur hjá Birgi Leif!  Annað stig úrtökumótsins fer fram í nóvember n.k.

Til þess að sjá úrslitin á 1. stigi úrtökumótsins í Bogogno SMELLIÐ HÉR: