Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2012 | 13:15

Hver er kylfingurinn: Lloyd Mangrum?

Lloyd Eugene Mangrum ( f. 1. ágúst 1914 – d. 17. nóvember 1973) var bandarískur atvinnukylfingur.  Hann var þekktur fyrir mjúka sveiflu sína og afslappaða hegðun sína á golfvellinum, sem varð til þess að hann fékk viðurnefnið  „Mr. Icicle“

Lloyd Mangrum

Mangrum fæddist í Trenton, Texas. Hann gerðist atvinnukylfingur 15 ára og van sem aðstoðarmaður bróður síns, Ray, sem var yfirkennari í Cliff-Dale Country Club í Dallas. Mangrum gerðist atvinnumaður 1929 og komst á PGA Tour 1937 þar sem hann vann 36 af 42 mótum sínum, sem atvinnumaður.  Hann myndi eflaust hafa sigrað á fleiri mótum ef 2. heimstyrjöldin hefði ekki komið á milli, sem þýddi  7 ára hlé á golfleik. Fyrir stríð var Mangrum boðin staða golfkennara á golfvelli bandaríska hersins á Fort Meade, sem myndi hafa hlíft honum við að gegna herþjónust en Mangrum hafnaði. Hann hlaut tvö  Purple Hearts og slasaðist við Battle of the Bulge. Bestu ár hans á Mótaröðinni komu eftir stríð. Hann var í forystu á peningalista PGA Tour 1951 og vann Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor 1951 og 1953.

Lloyd Mangrum vann aðeins á 1 risamóti en það var Opna bandaríska árið eftir stríð, 1946, en hann varð jafnframt í 2. sæti í 4 risamótum og í 3. sæti í 5 skipti. Hann tapaði í bráðabana 1940 og 1950 á Opna bandaríksa. Hann varð meðal 10 efstu á Masters 10 ár í röð. Árið 1940 var hann á besta skori sem þar til hafði náðst á Masters, 64 högg og það met stóð þar til Nick Price kom inn á skori upp á 63 hgg árið 1986.

Mangrum spilaði í lið Bandaríkjanna í Ryder Cup in 1947, 1949, 1951 and 1953. Í síðustu keppninni sem hann tók þátt í var hann spilandi fyrirliði. Árangur hans í Ryder Cup var 6 sigrar og 2 töp þ.á.m. voru 3 sigrar og 1 tap í tvímenningshluta keppninnar.

Mangrum dó í Apple Valley, Kaliforniu  árið 1973  úr hjartaáfalli. Þetta var 12. áfallið sem hann fékk. Mangrum var nefndur „gleymdi maðurinn í golfinu“ af íþróttafréttamanninum  Jim Murray. Jafnvel þó aðeins 11 kylfingar hafi sigrað fleiri mót á PGA Tour hefir orðspor hans verið í skugganum af öðrum samtímastjörnukylfingum mangrum, sem lifðu lengur t.a.m. Sam Snead, Ben Hogan, Jimmy Demaret og Byron Nelson.

Í Masters 1996 gerði Nelson könnun. „Ég spurði 3 unga atvinnukylfinga hvort þeir hefðu heyrt um Lloyd Mangrum og enginn þeirra hafði gert það.“ Nelson sagði í kjölfarið „Lloyd er besti gleymdi kylfingurinn síðan ég byrjaði að spila golf.“

Árið 1998 var Mangrum tekinn í frægðarhöll kylfinga.

Heimild: Wikipedia