Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (76 ára);  Giuseppe Calì, 28. september 1952 (60 ára stórafmæli);  Gustavo Rojas, 28. september 1967 (45 ára);   Se Ri Pak, 28. september 1977 (35 ára);  Kenneth Ferrie, 28. september 1978 (34 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is