Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil og golflið University of Arkansas at Monticello urðu í 13. sæti á Texoma Championship

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir stunda nám og spila golf með golfliði University of Arkansas at Monticello spiluðu 30.september – 2. október á Texoma Championship í Kingston, Oklahoma. Þátttakendur voru 77 frá 14 háskólum. Theodór Emil spilaði á samtals 242 höggum (76 84 82) og varð í 55. sæti. Hann lék langbest að golfliði Arkansas. Ari lék á samtals 252 höggum (89 82 81) og varð í 68. sæti. Hann var á 4. besta skori í golfliði Arkansas. Golflið The University of Arkansas at Monticello Devils varð  í 13. sæti í liðakeppninni. Næsta mót þeirra Theodórs Emils og Ara er Millsaps College Invitational í Jackson, Mississippi, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra varð í 8. sæti á Rose City Collegiate

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og The University of San Francisco tók þann 1.-2. október þátt í Rose City Collegiate mótinu. Mótið fór fram í Langdon Farms GC, Aurora, Oregon.  Þátttakendur voru 74 frá 13 háskólum. Eygló Myrra náði þeim glæsilega árangri að verða í 8. sæti, sem hún deildi með 2 öðrum!!!! Glæsilegt!!!! Eygló Myrra lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (78 73 75). Næsta mót sem golflið The University of San Francisco tekur þátt í er Edean Ihlanfeldt Invitational, í Sahalee, Sammamish, Washington, dagana 8.-10. október n.k.  Gestgjafi er University of Washington. Til þess að sjá úrslitin á Rose City Collegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 08:00

Ryder Cup 2012: Lögreglumaðurinn sem keyrði Rory á völlinn tekur til máls

Það var Patrick Rollins, lögreglumaður í Lombard sem keyrði Rory McIlroy á Medinah golfvöllinn þannig að hann komst þangað í tíma.  Hann hefir nú tekið til  orða: „Ég var aðeins að sinna skyldustörfum,“ en hann hefir verið sakaður um að hafa verið of fljótur með Rory á völlinn og hafa orðið til þess að Rory vann dýrmætt stig. „Ryder bikarinn vannst á golfvellinum en ekki hraðbrautinni,“ hló Rollins „en ég fæ að heyra það að hafa ekki ekið honum á rangan golfvöll eða fyrir að hafa ekki látið springa hjá mér.“ „En trúið mér, ég myndi hafa gert þetta fyrir alla, bandaríska liðið ef þeir hefðu fyrir slysni verið seinir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór varð í 25. sæti á Jim Rivers Intercollegiate

Andri Þór Björnsson, GR og The Colonels, golflið Nichols State tóku þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu.  Spilað var í Squire Creek, Choudrant, Louisiana.  Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 14 háskólum. Andri Þór lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (75 74 74) og varð í 25. sæti, sem hann deildi með 3 kylfingum.  Andri Þór stóð sig langbest af golfliði Nicholls State. The Colonels urðu í 12. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Andra Þórs og The Colonels er Crown Classic, í Lufkin, Texas 29.-30. október n.k. Til þess að sjá umfjöllun á heimasíðu Nicholls State um Andra Þór og Jim Rivers mótið SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 07:00

Westwood verður ekki með á Dunhill Links

Lee Westwood, ein af hetjunum í Ryder Cup liði Evrópu hefir dregið sig úr Dunhill Links Championship, sem hefst í Skotlandi á morgun. Hinn 39 ára liðsmaður Ryder bikarsliðs Evrópu þarf lengri tíma til þess að hvíla sig eftir átök s.l. helgi. Þá eru aðeins þrír eftir af vinnings Ryder Cup liði Evrópu sem taka þátt í mótinu: Paul Lawrie, Peter Hanson og Martin Kaymer — auk eins úr bandaríska tapliðinu,  Dustin Johnson. Westwood vann mótið 2003, og Lawrie tveimur árum áður og Kaymer fyrir tveimur árum (2010) rétt eftir sigur Ryder bikars liðs Evrópu í Celtic Manor. Í þetta sinn tekur Kaymer þátt sem sá liðsmaður sem tók úrslitapúttið sem hélt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 19:30

Ólafur Björn á 77 og Ólafur Már á 83 á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina eftir 1. dag

Ólafur Björn Loftsson, NK og Ólafur Már Sigurðsson, GR, spiluðu í dag 1. hring á úrtökumóti fyrir  Evrópumótaröðina. Leikið er á golfvelli Frilford Heath golfklúbbsins í Frilford, Abingdon, í Oxfordshire og má sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Ólafur Björn spilaði á 77 höggum og er í 75. sæti eftir 1. dag. Ólafur Björn fékk 1 fugl (á 14. braut), 3 skolla og slæman skramba á 10. braut. Ólafur Már hins vegar lék á 83 höggum og er í 109. sæti eftir 1. dag. Hann fékk ótrúlegan skramba á 1. braut (10 högg á par-4 braut) og 2 aðra skramba á 8. og 15. braut og skolla á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Paul Lawrie?

Paul Stewart Lawrie, MBE, er skoskur kylfingur sem var fyrir sunnudaginn s.l. þ.e. 30. september 2012, best þekktur fyrir að sigra á Opna breska árið 1999.  Á sunnudaginn var hann einn af 8 leikmönnum í Ryder Cup liði Evrópu 2012, sem vann sinn leik.  Lawrie vann bandarískan keppinaut sinn, Tour Championship sigurvegarann 2012, Brandt Snedeker með stærsta mun allra sigurleikja Evrópu, 5&3. Vipp hans beint ofan í holu á 4. braut Medinah golfvallarins er eitt fallegasta höggið í allri keppninni.  Hann vann dýrmætt stig fyrir lið Evrópu og þáttur hans gleymist ekki svo glatt. Lítið fer fyrir þessum hógværa skoska atvinnu kylfingi. Hver er hann? Paul Lawrie fæddist í Aberdeen Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 18:00

GK: Björn Jónsson og Helgi Benedikt Þorvaldsson sigruðu í styrktarmóti Tinnu

Laugardaginn 29. september s.l. kepptu 45 lið í styrktarmóti Tinnu Jóhannsdóttur. Spilað var með Texas scramble formi. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: 1. Sæti. (FÉLAGAR) 67 Högg 65 Nettó Björn Jónsson GR & Helgi Benedikt Þorvaldsson GKG 2.Sæti. (AA GOLF) 69 Högg 66 Nettó Axel Þórir Alfreðsson GK & Sigríður Jensdóttir GK 3.Sæti.(ÉG ER ASNI) 68 Högg 67 Nettó Davíð Einar Hafsteinsson GMS & Rúnar Örn Jónsson GMS 4.Sæti.(GUNNERS) 68 Högg 67 Nettó Arnar Freyr Jónsson GN & Haukur Armin Úlfarsson GR Nándarverðlaun: 4. hola Magnús Arnarson GÚ 1,64 cm 6. hola Gylfi Þór Harðarsson GÁS 0,43 cm 10. hola Rúnar Örn Jónsson GMS 6,10 cm 16. hola Guðbrandur Sigurbergsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 16:30

GK: Bændaglíma Golfklúbbsins Keilis fer fram laugardaginn 6. október n.k.

Bændaglíma Golfklúbbsins Keilis fer fram n.k. laugardag 6. október 2012. Keppnisfyrirkomulag er 4 manna Texas Scramble og verða keppendur að skrá sig saman í holl. Allir eru ræstir út á sama tíma kl. 14:00. Nándarverðlaun eru veitt á 10. braut (Sandvíkinn). Veitingavagninn verður á ferðinni meðan á keppni stendur. Að móti loknu verður glæsilegur kvöldverður að hætti Brynju og að honum loknum er verðlaunaafhending. Um er að ræða grillveislu eins og Brynju er einni lagið.  Eyjólfur Kristjánsson mætir á svæðið og tekur nokkur lög. Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og skrá sig tímanlega. Síðustu forvöð til að skrá sig eru á föstudaginn, 5. október kl. 13:00. Aðeins eru 90 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 16:00

EPD: Stefán Már varð í 44. sæti á Fulda EPD Tour Championship

Stefán Már Stefánsson, GR, tók þátt í Fulda EPD Tour Championship, í Þýskalandi, nú um helgina. Spilað var í Golf Club Hofgut Praforst í Hünfeld. Mótið virðist hafa fallið svolítið í skuggann af Ryder bikarskeppninni hjá golffréttariturum hér heima. Stefán Már spilaði á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 75 74) og deildi 44. sætinu í mótinu með 2 öðrum, Tjeerd Staal frá Hollandi og Arwed Fischer frá Þýskalandi. Stefán Már varð í 31. sæti peningalista EPD-mótaraðarinnar með 6.656.07 evrur og Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem líka hefir spilað á mótaröðinni varð í 78. sæti með € 2097,20. Fyrir 5 efstu sætin á peningalistanum var m.a. í boði kortið Lesa meira