Rory McIlroy og bjargvættur hans Patrick Rollins, lögreglumaður í Lombard Illinois. Mynd: Í eigu Rory McIlroy
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 08:00

Ryder Cup 2012: Lögreglumaðurinn sem keyrði Rory á völlinn tekur til máls

Það var Patrick Rollins, lögreglumaður í Lombard sem keyrði Rory McIlroy á Medinah golfvöllinn þannig að hann komst þangað í tíma.  Hann hefir nú tekið til  orða:

„Ég var aðeins að sinna skyldustörfum,“ en hann hefir verið sakaður um að hafa verið of fljótur með Rory á völlinn og hafa orðið til þess að Rory vann dýrmætt stig.

„Ryder bikarinn vannst á golfvellinum en ekki hraðbrautinni,“ hló Rollins „en ég fæ að heyra það að hafa ekki ekið honum á rangan golfvöll eða fyrir að hafa ekki látið springa hjá mér.“

„En trúið mér, ég myndi hafa gert þetta fyrir alla, bandaríska liðið ef þeir hefðu fyrir slysni verið seinir fyrir líkt og McIlroy.“

„Hann leit út eins og margt væri að fara í gegnum huga hans, líkt og hjá mér hefði ég verið í hans sporum,“ sagði Rollins „Þannig að ég spurði hann hvort honum finndist í lagi að keyra með mér, hvort hann yrði e.t.v. ekki bílveikur.“ „McIlroy svaraði: Nei, komdu mér bara þangað, Komdu mér þangað.“

Rollins sagði loks: „Hann hafði stjórn á sér og ég fullvissaði hann um að við myndum ná á völlinn tímanlega. Ég held að það hafi verið 11 að morgni til þegar hann steig upp í bílinn hjá mér og við hljótum að hafa komist á völlinn á 30 mínútum. Það er í raun ótrúlegt.“

Rollins notaði m.a. sírenur lögreglubílsins til þess að komast framhjá umferðahnútum, en þúsundir voru á leið á völlinn til þess að fylgjast með lokatvímenningunum.

Rory komst á völlinn tímanlega og afgangurinn ….. er skrifað í sögubækurnar!

Heimild: golf.com