Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór varð í 25. sæti á Jim Rivers Intercollegiate

Andri Þór Björnsson, GR og The Colonels, golflið Nichols State tóku þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu.  Spilað var í Squire Creek, Choudrant, Louisiana.  Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 14 háskólum.

Andri Þór lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (75 74 74) og varð í 25. sæti, sem hann deildi með 3 kylfingum.  Andri Þór stóð sig langbest af golfliði Nicholls State. The Colonels urðu í 12. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Andra Þórs og The Colonels er Crown Classic, í Lufkin, Texas 29.-30. október n.k.

Til þess að sjá umfjöllun á heimasíðu Nicholls State um Andra Þór og Jim Rivers mótið SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin í Jim Rivers Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: