Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 16:30

GK: Bændaglíma Golfklúbbsins Keilis fer fram laugardaginn 6. október n.k.

Bændaglíma Golfklúbbsins Keilis fer fram n.k. laugardag 6. október 2012.

Keppnisfyrirkomulag er 4 manna Texas Scramble og verða keppendur að skrá sig saman í holl. Allir eru ræstir út á sama tíma kl. 14:00.

Nándarverðlaun eru veitt á 10. braut (Sandvíkinn).

Veitingavagninn verður á ferðinni meðan á keppni stendur.

Að móti loknu verður glæsilegur kvöldverður að hætti Brynju og að honum loknum er verðlaunaafhending. Um er að ræða grillveislu eins og Brynju er einni lagið.  Eyjólfur Kristjánsson mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og skrá sig tímanlega. Síðustu forvöð til að skrá sig eru á föstudaginn, 5. október kl. 13:00. Aðeins eru 90 sæti í boði og hefir verið uppselt fljótt s.l. ár.

Þátttökugjaldið er kr. 4.500,-

Skráning er í síma 565 3360 eða á keilir@keilir.is

Þeir sem vilja vera saman í holli skrái sig saman.