Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 19:30

Ólafur Björn á 77 og Ólafur Már á 83 á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina eftir 1. dag

Ólafur Björn Loftsson, NK og Ólafur Már Sigurðsson, GR, spiluðu í dag 1. hring á úrtökumóti fyrir  Evrópumótaröðina. Leikið er á golfvelli Frilford Heath golfklúbbsins í Frilford, Abingdon, í Oxfordshire og má sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net

Ólafur Björn spilaði á 77 höggum og er í 75. sæti eftir 1. dag. Ólafur Björn fékk 1 fugl (á 14. braut), 3 skolla og slæman skramba á 10. braut.

Ólafur Már hins vegar lék á 83 höggum og er í 109. sæti eftir 1. dag. Hann fékk ótrúlegan skramba á 1. braut (10 högg á par-4 braut) og 2 aðra skramba á 8. og 15. braut og skolla á 6. braut. Allt annað var á pari en fuglana vantaði sárlega á skorkort Ólafs Más.  Andstyggilegt að 4 brautir skulu skemma annars góðan leik „okkar manna.“

Þeir sem verða í 29 efstu sætunum komast áfram á næsta stig úrtökumótsins.

Ólafur Björn er 5 höggum frá öruggu sæti, eins og er og Ólafur Már, 11 höggum. En þetta er aðeins 1. hringur og allt getur gerst á morgun!!! Nú er bara að berjast!!! Þetta er rétt að byrja og langt frá því lokið.

Golf 1 óskar þeim Ólafi Má og Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: