Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 14:45

Ólafur Björn á 73 og Ólafur Már á 79 á Frilford úrtökumótinu eftir 2. dag

Ólafur Björn Loftsson, NK og Ólafur Már Sigurðsson, GR, spiluðu í dag 2. hring á úrtökumóti fyrir  Evrópumótaröðina. Leikið er á golfvelli Frilford Heath golfklúbbsins í Frilford, Abingdon, í Oxfordshire og má sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Ólafur Björn spilaði í dag á 73 höggum og er því samtals búinn að spila á 150 höggum (77 73).

Ólafur Már Sigurðsson, GR. Mynd: Golf 1

Ólafur Már bætti sig líka í dag, lék á 79 höggum og er samtals búinn að spila á 162 höggum (83 79).

Golf 1 óskar þeim Ólafi Má og Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: