Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna varð í 17. sæti á Starmount Forest mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, tóku nú um helgina þátt í Starmount Forest  mótinu í Norður-Karólínu.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Gestgjafi var háskóli Berglindar. University of North Carolina, Greensboro. Þátttakendur voru 89 frá 16 háskólum.

Sunna lauk keppni í 17. sæti ásamt einni annarri; stóð sig langbest að golfliði Elon. Hún spilaði á samtals á 10 yfir pari, 223 höggum (73 73 77).  Elon, háskóli Sunnu varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sunna spilar næst í Lady Pirate Invitational í Greenville, Norður-Karólínu, 8.-9. október 2012.

Berglind spilaði á samtals 19 yfir pari, 232 höggum (82 75 76). Berglind deildi 48. sæti með 3 öðrum kylfingum. Lið Berglindar, UNCG, varð í 14. sæti. Berglind spilar næst á á sama móti og Sunna, Lady Pirate, 8.-9. október 2012,  en gestgjafi mótsins er East Carolina háskólinn.

Til þess að sjá úrslit á Starmount Classic SMELLIÐ HÉR: