Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 07:00

Nicolas Colsaerts fær undanþágu til að spila á PGA

Belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts er nálægt því að verða fullgildur félagi á PGA Tour með full keppnisréttindi nær en forsvarsmenn mótaraðarinnar héldu í fyrstu.

Leið Colsaerts á mótaröðina er ekki hefðbundin – hann þarf ekkert að fara í gegnum einhver leiðindaúrtökumót.

Colsaerts fékk undanþágu til þess að spila á Frys.com Open mótinu.  Sem sérstakur tímabundinn meðlimur gæti hann hlotið kortið sitt og þar með full keppnisréttindi ef hann verður í 125. sæti eða ofar á peningalistanum í lok árs.

Á þriðjudaginn sagði talsmaður Mótaraðarinnar að Colsaerts hefði unnið sér inn  $494,386, sem er aðeins $100,000 frá 125. sætinu.

Í gær leiðrétti PGA mótaröðin fyrri útreikninga, sagði að gleymst hefði að reikna verðlaunafé Colsaerts í heimsmeistaramótum. Sé það talið með er nýliðinn í evrópska Ryder bikars liðinu (Colsaerts) með $652,886 í verðlaunafé og þar með nr. 119 á peningalistanum.  Góð frammistaða á Frys.com gæti orðið til þess að hann hljóti kortið sitt á PGA Tour.