Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG og golflið St. Leo
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk Ólafsdóttir varð í 3. sæti á Myrtle Beach Intercollegiate og St. Leo í 1. sæti!!!

Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og golflið St. Leo og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið, the University of Queens in Charlotte spiluðu Myrtle Beach Invitational, á Sunset Beach í Norður-Karólínu.  Mótið stóð dagana 1.-2. október 2012, þ.e. lauk í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Ragna Björk spilaði á glæsilegum 148 höggum (73 75) og deildi 3. sæti í mótinu. Hún var á 2.-3. besta skorinu í liði sínu; en liðsfélagi Rögnu Bjarkar, Laura Huertas var líka í 3. sæti.   Golflið St. Leo varð í 1. sæti af 15 háskólum, sem þátt tóku. Glæsilegt!!!

Næsta mót Rögnu Bjarkar verður á heimavelli þ.e. St. Leo Invitational sem fram fer 15. og 16. október n.k.

Íris Katla spilaði en átti ekki sitt besta mót. Hún var á samtals 168 höggum (82 86)  og varð í 45. sæti. Lið Írisar Kötlu varð í 5. sæti en skor hennar taldi ekki. Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals verður í West Palm Beach, Flórída, 8.-9. október n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Myrtle Beach Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: