Paul Lawrie gagnrýnir bandaríska áhangendur í Ryder bikarnum í Medinah
Golf er heiðursmannsíþrótt. Það er í lagi að vera kappsamur … en allt kapp er best í hófi.
Golf 1 greindi frá því í frétt í gær að rannsókn stæði yfir á þeim ókvæðisorðum, sem keppendur liðs Evrópu í Ryder bikarnum og kærestur þeirra hefðu orðið að þola í Medinah í Chicago meðan á Ryder bikars keppninni stóð. Þetta setur ljótan blett á keppnina, sem þó var vandað svo til í alla staði.
Nú hefir Skotinn Paul Lawrie tjáð sig um ofangreint, en hann flaug með sjálfan Ryder bikarinn til Gleneagles í gær (sjá má myndir frá komu Lawrie til Gleneagles með Ryder bikarinn, með því að SMELLA HÉR:). Fertugasta Ryder bikars keppnin mun fara fram í Gleneagles 2014 og er vonandi að þá muni hafa verið tekið fyrir neikvæð, truflandi ókvæðisorð í garð leikmanna, sem eyðileggja leikinn fyrir alla. Það væri slæmt fyrir leikinn ef áhangendur evrópska liðsins ætluðu að hefna sín þegar Bandaríkjamenn leika í Evrópu. Þetta er einfaldlega nokkuð sem á ekki að líðast, það á bara að láta leikinn hafa sinn gang án utanaðkomandi truflanna.
Paul Lawrie hefir upplýst að hann og aðrir félagar hans í liði Evrópu hafi orðið fyrir stormsveip af neikvæðum athugasemdum frá bandarískum áhorfendum í Chicago í s.l. viku.
Í viðtali sem tekið var við Lawrie og átti eiginlega að snúast um Dunhill Links Championship, sem hefst í dag í Skotlandi, sagði hann að nokkrir bandarískir áhangendur í Medinah hefðu verið háværir og yfir sig ákafir og kappsamir í stuðningi sínum við lið Bandaríkjamanna. „Maður heyrði „toppaðu hann“; „sjankaðu hann“, „þú ert lúser*)“, stöff eins og þetta í hverju einasta höggi sem maður tók.“
„Þetta gerðist í hverju einasta höggi sem maður sló í síðustu viku, þ.e. rétt áður en maður sló. Það var var það sama upp á teningnum síðast þegar ég spilaði í Rydernum í Bandaríkjunum (í Boston 1999) og ég held að nokkrir leikmenn hafi nú orðið meira fyrir þessu en aðrir. Við töluðum mikið um það á fundum með liðinu í byrjun vikunnar.“
„Það er ansi erfitt þegar einhver er öskrandi eða æpandi stöðugt á mann að maður sé lúser, en það er ekki margt sem maður getur gert. Það gerir það bara enn sætara að hafa staðið þarna sunnudagskvödið með Ryder bikarinn og þeir voru ekki með hann. Ég hugsa að það hjálpi okkur við að vera sanngjörn.“
*)Slangurorðið lúser er hér notað yfir þann sem tapar, þann sem býður lægri hlut með neikvæðum undirtón, tapara, sem ekki heldur er gott íslenskt orð.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024