Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 08:50

Asíutúrinn: KJ Choi sigraði á CJ Invitational

Í Nine Bridges Golf Club á Jeju eyju í Kóreu fór dagana 4.-7. október fram CJ Invitational þar sem gestgjafi var KJ Choi. Mótinu lauk fyrr í morgun.  Klúbburinn hefir yfir að ráða golfvelli sem talinn er meðal 100 bestu í heimi – þetta er keppnisvöllur og almenningi einungis veittur takmarkaður aðgangur til að spila hann. (Til þess að komast á glæsilega heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR: )

Úrslitin urðu þau að gestgjafinn KJ Choi, frá Kóreusigraði í mótinu á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 65 68 67).

Í 2. sæti varð nýliðinn á PGA Tour og landi Choi, Bae Sang-Moon á 13 undir pari, 271 höggi (69 68 66 68).

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring KJ Choi mótsins SMELLIÐ HÉR: