Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 22:55

PGA: Þrír deila forystu fyrir lokahring JT Shriners Hospitals for Children Open

Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore, Svíinn Jonas Blixt, og Brendan de Jonge frá Zimbabwe deila forystunni fyrir lokahring Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open.

Allir eru þeir á 19 undir pari, 194 höggum; Blixt (64 64 66); de Jonge (62 66 66) og Ryan Moore (61 68 65).

Í 4. sæti eru Bandaríkjamennirnir Jimmy Walker og Tim Herron 5 höggum á eftir forystumönnunum, þ.e. á samtals 14 undir pari, 199 höggum.

Í 6. sæti eru 4 kylfingar þ.á.m. Ástralinn Jason Day á samtals 12 undir pari.

John Daly átti afleitan hring upp á 86 högg og er í síðasta sæti þeirra, sem komust í gegnum niðurskurð – Ótrúleg sveifla að fara úr 63 höggum í 86 í dag!

Það virðist því að 1 af 3 forystumönnum mótsins muni standa uppi sem sigurvegari á morgun, enda með 5 högg á næstu menn. Það verður gaman að sjá hver það verður!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: