Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 06:55

PGA: John Mallinger leiðir þegar Frys.com Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn John Mallinger, sem tekið hefir forystuna á Frys.com Open.

Mallinger er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (66 62).  Hann átti lægsta skorið á 2. hring á golfvelli CordeValle golfklúbbsins í San Martin, Kaliforníu, þar sem mótið fer fram. Á hringnum fékk Mallinger 1 örn, 7 fugla og 10 pör.

Í 2. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel og Jhonattan Vegas frá Venezuela, heilum 4 höggum á eftir Mallinger á samtals 10 undir pari, hvor.

Fjórða sætinu deila síðan Belginn Nicolas Colsaerts, Bandaríkjamaðurinn Scott Dunlap og forystumaður fyrsta dags, Ástralinn Nick O´Hern á samtals 9 undir pari, hver.

Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð en skorið var niður eftir 2. hring. Þ.á.m. voru Trevor Immelman, Mike Weir og John Daly.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags sem Jhonattan Vegas átti á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: