Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 11:00

GA: Framkvæmdir við 2. flöt á Jaðrinum

Ný flöt á 2. braut (á Jaðarsvelli) er meðal framkvæmda haustið 2012.  Þær breytingar sem ráðist verður í eiga m.a. stuðla að eftirfarandi:

1. Rennsli leysingavatns í umhleypingum til að koma í veg fyrir klakamyndun á viðkvæmum svæðum,

2. Góðri dreifingu umferðar gangandi og akandi kylfinga til að fyrirbyggja að svörður rofni og slóðar myndist í nágrenni flatar,

3 Lengi hefur borið á leiktöfum á 2. braut, þar sem margir kylfingar þora ekki annað en að bíða með að slá annað höggið ef næsti ráshópur er enn á flöt, ef vera kynni að höggið heppnaðist fullkomlega og boltinn færi þess vegna alla leið inn á flöt.

4. Flötin stækkar eilítið, um 2-3 metra út á brautina og um 6-8 metra til austurs (vinstri) að aftanverðu. Flatarmál hennar verður um 450 m2, svipuð og 15. og 18. flöt.

Stóra glompan hægra megin flatar hefur m.a. það hlutverk, fyrir uta að vera hindrun, að taka við leysingavatni frá svæðinu framan við flöt, sem og úr brekkunni vestan flatar (hægra megin). Vegna lítillar fallhæðar er öruggast að leyfa vatninu að liggja í og seytla eftir sandinum til að fyrirbyggja kal. Til að veita vatni af viðkvæmu grassvæðinu framan við flöt verður landinu hallað lítið eitt ofan í glompuna. Lægsta brún glompunnar verður við flötina aftanverða og mun vatn seytla niður til austurs, aftur fyrir flöt og niður með heimreiðinni ef/þegar glompan fyllist. Sárið, sem opnað verður við gerð glompunnar, mun ná inn í núverandi glompu í brekkunni hægra megin við flöt. Glompan hefur skemmtileg taktísk áhrif á brautina, þar sem hún eykur mikilvægi þess að kylfingurinn haldi sig vinstra megin á braut, ætli hann sér að slá inn á flöt af löngu færi.

Þverglompa vinstra megin á braut, um 25 m frá fremri flatarbrún. Reiknað er með að þessi þverglompa muni knýja fram ákvörðun hjá þeim kylfingum, sem hingað til hafa beðið með að slá annað höggið af ótta um að fullkomlega heppnað högg færi alla leið inná flöt, þar sem næsti ráshópur á undan er enn við leik. þessum hópi og að hluti kylfinga taki ekki áhættuna og leiki að þverglompunni – þurfi þess vegna ekki að bíða.

Eftir breytingar verður brautin slegin lengra upp í brekkuna hægra megin til að auðvelda háforgjafarfólki að komast framhjá glompunum.

Lágir og ávalir hólar umhverfis þau tré sem fyrir eru aftan flatar. Hólarnir verða rétt nógu háir til að gera heimreiðina minna áberandi í bakgrunni flatar.

Eftirfarandi eru framkvæmdir við 2. braut á árunum 2012 og 2013.  Nánari upplýsingar um einstakar framkvæmdir birtast þar sem það á við.

2012

  • Ný flöt og umhverfi (haust)
  • Lagfæring á brú
  • Skólp (lögn í gegnum braut)
  • Heitt og kalt vatn (lögn í gegnum braut)
  • Möl í læk (eftir að skólp- og vatnslögn hefur verið lögð)

2013

  • Nýr gulur teigur
Heimild: gagolf.is