Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 17:30

LPGA: Suzann Pettersen á lægsta skorinu 64 – NY Choi leiðir þegar Sime Darby er hálfnað

Na Yeon Choi leiðir á Sime Darby mótinu í Malasíu þegar mótið er hálfnað. Hún er búinn að spila á samtals 10 undir pari. 132 höggum (65 67) sem er nákvæmlega sama skor og Ross Fisher er með á Portugal Masters, en hann leiðir líka hinum meginn á hnettinum þ.e. í Portúgal.

Í 2. sæti á Sime Darby mótinu er bandaríski kylfingurinn Sydnee Michaels. Hún er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (69 65).

Í 3. sæti er Suzann Pettersen, en hún var á lægsta skorinu í dag 64 höggum. Hún spilaði hreint klassagolf, fékk 7 fugla og 11 pör. Samtals er Suzann á 7 undir pari, 135 höggum (71 64).

Til þess að sjá stöðuna þegar Sime Darby mótið í Malasíu er hálfnað SMELLIÐ HÉR: