Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Ross Fisher leiðir þegar Portugal Masters er hálfnað

Englendingurinn Ross Fisher leiðir á Portugal Masters þegar mótið er hálfnað.

Ross er samtals búinn að leika á 10 undir pari, 132 högg (65 67).  Þrátt fyrir að hafa náð 1. sætinu  varð Fisher fyrir áfalli í dag þegar hann missteig sig á 1. teig og munaði minnstu að hann drægi sig úr mótinu.  En eftir að búið var að binda um fótinn ákvað Fisher að berjast áfram og þökk sé 22 feta arnarpútti á 17. flöt tókst honum að bæta skori upp á 67 við fyrra glæsiskorið sitt, 65 högg.

Ross er kominn með 3 högga forystu á næstu menn: Skotann Stephen Gallacher og Austurríkismanninn Bernd Wiesberger

Til þess að sjá stöðuna þegar Portugal Masters er hálfnað SMELLIÐ HÉR: