Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 13:15

Justin Rose er sigurvegari Turkish Airlines World Golf Final – Vann Westwood 66-67

Það var Justin Rose sem hafði betur gegn landa sínum Lee Westwood 66 -67 í úrslitaleiknum á Turkish Airlines World Golf Final.

Báðir spiluðu skollafrítt en Rose fékk bara einum fuglinum fleira eða alls 5, en Westwood 4.

Justin Rose er nú 180 milljónum íslenskra króna ríkari og Lee Westwood verður að sætta sig við 120 milljónir fyrir 2. sætið.  Ansi dýr sem höggin í golfi geta verið og þessi tvö sem Westy hefði þurft til að vinna kostuðu hann 60 milljónir íslenskra!!!

Það var aftur sama gamla sem var að há Westy, en púttin voru hreinlega ekki að detta hjá honum í dag þó hann hafi komið sér í fjölmörg fuglafæri.

Eftir sigurinn sagði Rose að hann áliti sig mjög heppinn að hafa sigrað og peningaverðlaunin væri svimandi há upphæð. Hann sagði konu sína myndu eiga stóran þátt í að ráðstafa þeim.

Til þess að sjá úrslitin á Turkish Airlines World Golf Final SMELLIÐ HÉR: