Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín báðir í liði Mississippi State á Jerry Pate mótinu sem hefst í dag
Í dag hefja þeir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR leik ásamt golfliði Mississippi State á Jerry Pate National Intercollegiate mótinu. Þetta er í fyrsta sinn í haust sem þeir eru báðir í liðinu. Mótið er tveggja daga, þ.e. 15.-16. október 2012. Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum. Spilað er á golfvelli Old Overton Club í Vestavia Hills, Alabama. Golf 1 óskar Axel og Haraldi Franklín góðs gengis í mótinu! Fylgjast má með stöðunni og gengi Axels og Haraldar Franklíns á Jerry Pate mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín hefur leik á Patsy Rendleman Inv. í dag
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari og púttmeistari GA 2012 og í Lady Falcon golfliði Pfeiffer háskólans hefur leik á Patsy Rendleman Invitational í dag, en mótið fer fram í Salisburg, Norður-Karólínu. Þetta er tveggja daga mót en leikið er dagana 15.-16. október 2012. Spilað er í Country Club of Salisbury, á par-71 golfvelli klúbbsins, hönnuðum af Donald Ross. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Eftir þetta mót spilar Stefanía Kristín í Brevard mótinu n.k. laugardag og er það síðasta mótið sem hún spilar í, í haust með the Lady Falcons. Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu góðs gengis í mótinu!
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi hefur leik á Lincoln Memorial Fall Invitational í dag
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Íslandsmeistari í holukeppni 2011 hefur leik ásamt The Crusaders, golfliði Belmont Abbey á Lincoln Memorial Fall Invitational mótinu í dag. Mótið er tveggja daga og fer fram dagana 15.-16. október í Pineville, Kenntucky. Þetta er síðasta mót Arnórs Inga með The Crusaders í haust en næsta mót golfliðsins er á næsta ári þ.e. St. Leo Invitational sem fram fer 4.-5. febrúar 2013. Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis!!!
Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk hefur leik á St. Leo Inv. í dag
Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hefur leik heima við á St. Leo Invitational, í Flórída. Mótið er 2 daga fer fram dagana 15.-16. október í Lake Jovita Golf and Country Club. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Auk St. Leo Lions, golfliðs Rögnu Bjarkar, taka þátt 13 önnur háskólalið frá: Tampa, Eckerd, Florida Tech, Barry, Florida Southern, Florida Southern B, Flagler, Lynn, Columbus State, Mount Olive, Nova Southeastern, Webber International, and Johnson & Wales. Golf 1 óskar Rögnu Björk góðs gengis!!!
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra hefur leik í dag í Oklahoma
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik 2012 og í Bobcats golfliði Texas State hefur í dag leik á Susie Maxwell Berning Classic mótinu í Oklahoma. Spilað er í Jimmie Austin OU Golf Club í Norman, Oklahoma. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Golf 1 óskar Valdísi Þóru góðs gengis!!! Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru og stöðunni á Susie Maxwell Berning Classic fyrri daginn SMELLIÐ HÉR:
PGA: Jonas Blixt sigraði á Frys.com Open – hápunktar og högg 4. dags
Það var Svíinn Jonas Blixt sem sigraði á Frys.com Open. Hann kom í hús á samtals 16 undir pari, 268 höggum (66 68 66 68). Jonas Blixt er nýliði á PGA Tour en hann er með keppnisrétt í ár vegna þess að honum tókst að landa 5. sætinu á peningalista Nationwide Tour (nú Web.com Tour) í fyrra. Með sigrinum á Frys.com hlýtur hann 2 ára keppnisrétt á PGA Tour og auk þess sigurtékkann upp á rúmar 100 milljónir íslenskra króna. Tveir deila 2. sætinu, nýliðinn Jason Kokrak og reynsluboltinn Tim Petrovic, sem sýndi snilldartakta í gær þegar han kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Þeir léku á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og University of San Francisco í 4. sæti á Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið USF taka nú um helgina þátt í Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate, sem fer fram í The Classic Club/Troon Golf Palm Desert, í Kaliforníu. Þetta er tveggja daga mót; fyrri dagur var í gær og þá spilaðir tveir hringir og í kvöld verður lokahringurinn spilaður. Þátttakendur eru 104 frá 17 háskólum Eygló Myrra spilaði á samtals 154 höggum (78 76) fyrri daginn og er sem stendur í 30. sæti. Hún er á 3. besta skorinu í liði sínu, sem er í 4. sæti. Þetta er síðasta mót sem Eygló Myrra spilar á í haust með golfliði University of San Francisco. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest á Ruth´s Chris Tar Heel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest kepptu nú um helgina á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu í Norður-Karólínu. Þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum og var keppt á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill. Ólafía Þórunn lauk keppni á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (74 76 80). Hún átti afleitan hring í dag upp á 8 yfir pari. Hún var engu að síður á besta skorinu af öllum í liði Wake Forest, sem lauk keppni í 16. sæti í liðakeppninni. Ólafía Þórunn fór úr 20. sæti í einstaklingskeppninni í 31. sætið á 2. degi en lauk keppni í 52. sæti, sem hún deilir með 2 öðrum. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og the ETSU Bucs urðu í 9. sæti á Bank of Tennessee mótinu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State luku í dag keppni á á Bank of Tennessee @ Blackthorn mótinu, í Blackthorn Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (73 73 74). Hann lauk keppni í 37. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum. Guðmundur Ágúst er á 3. besta skorinu í liði sínu og golflið East Tennessee State varð í 9. sæti í liðakeppninni. Næsta mót hjá Guðmundi Ágústi hefst n.k. föstudag, þ.e. US Collegiate Championship, í Alpharetta, Georgía. Til þess að sjá úrslitin í Bank of Tennessee mótinu SMELLIÐ HÉR:
GS: Sigurður O Sigurðsson sigraði á haustmótaröð GS og Bílahótels í dag
Það var Sigurður O Sigurðsson, GSE, sem sigraði á móti í haustmótaröð GS og Bílahótels, sem fram fór í dag. Mótið var vel sótt – þátttakendur voru 78. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni. Sigurvegarinn, Sigurður O var á 38 punktum. Að öðru leyti urðu úrslit sem hér segir: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1 1 Sigurður O Sigurðsson GSE 19 F 19 19 38 38 38 2 Gísli B Blöndal GR 15 F 18 19 37 37 37 3 Ingólfur Karlsson GS 8 F 18 19 37 37 37 4 Ævar Már Finnsson GS 13 F 18 19 37 Lesa meira






