Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og the ETSU Bucs urðu í 9. sæti á Bank of Tennessee mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State luku í dag keppni á  á Bank of Tennessee @ Blackthorn mótinu, í Blackthorn Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee.

Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum.

Guðmundur  Ágúst lék á samtals  4 yfir pari, 220 höggum (73 73 74). Hann lauk keppni í 37. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum.

Guðmundur Ágúst er á 3. besta skorinu í liði sínu og golflið East Tennessee State varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót hjá Guðmundi Ágústi hefst n.k. föstudag, þ.e. US Collegiate Championship, í Alpharetta, Georgía.

Til þess að sjá úrslitin í Bank of Tennessee mótinu SMELLIÐ HÉR: