Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi hefur leik á Lincoln Memorial Fall Invitational í dag

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Íslandsmeistari í holukeppni 2011 hefur leik ásamt The Crusaders, golfliði Belmont Abbey á Lincoln Memorial Fall Invitational mótinu í dag.

Mótið er tveggja daga og fer fram dagana 15.-16. október í Pineville, Kenntucky.

Þetta er síðasta mót Arnórs Inga með The Crusaders í haust en næsta mót golfliðsins er á næsta ári þ.e. St. Leo Invitational sem fram fer 4.-5. febrúar 2013.

Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis!!!