Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2012 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk hefur leik á St. Leo Inv. í dag

Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hefur leik heima við á St. Leo Invitational, í Flórída.

Mótið er 2 daga fer fram dagana 15.-16. október  í  Lake Jovita Golf and Country Club. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Auk St. Leo Lions, golfliðs Rögnu Bjarkar, taka þátt 13 önnur háskólalið frá: Tampa, Eckerd, Florida Tech, Barry, Florida Southern, Florida Southern B, Flagler, Lynn, Columbus State, Mount Olive, Nova Southeastern, Webber International, and Johnson & Wales.

Golf 1 óskar Rögnu Björk góðs gengis!!!