Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2012 | 05:30

PGA: Jonas Blixt sigraði á Frys.com Open – hápunktar og högg 4. dags

Það var Svíinn Jonas Blixt sem sigraði á Frys.com Open. Hann kom í hús á samtals 16 undir pari, 268 höggum (66 68 66 68).  Jonas Blixt er nýliði á PGA Tour en hann er með keppnisrétt í ár vegna þess að honum tókst að landa 5. sætinu á peningalista Nationwide Tour (nú Web.com Tour) í fyrra. Með sigrinum á Frys.com hlýtur hann 2 ára keppnisrétt á PGA Tour og auk þess sigurtékkann upp á rúmar 100 milljónir íslenskra króna.

Tveir deila 2. sætinu, nýliðinn Jason Kokrak og reynsluboltinn Tim Petrovic, sem sýndi snilldartakta í gær þegar han kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Þeir léku á samtals 15 undir pari, hvor, 269 höggum; Kokrak (68 66 67 68) og Petrovic (70 68 67 64).

Fjórir deildu síðan fjórða sætinu og ber þar fyrstan að nefna John Mallinger, sem búinn var að leiða allt mótið. Hinir sem deildu 4. sætinu með Mallinger eru Vijay Singh, Alexandre Rocha og Jimmy Walker. Allir voru þeir á samtals 14 undir pari, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á 4. degi Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: