Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 21:25

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest á Ruth´s Chris Tar Heel

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest kepptu nú um helgina á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu í Norður-Karólínu.

Þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum og var keppt á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill.

Ólafía Þórunn lauk keppni á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (74 76 80). Hún átti afleitan hring í dag upp á 8 yfir pari.

Hún var engu að síður á besta skorinu af öllum í liði Wake Forest, sem lauk keppni í  16. sæti í liðakeppninni.

Ólafía Þórunn fór úr 20. sæti í einstaklingskeppninni í 31. sætið á 2. degi en lauk keppni í 52. sæti, sem hún deilir með 2 öðrum.

Til þess að sjá úrslitin á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu SMELLIÐ HÉR: