Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2012 | 08:30

Evróputúrinn: Ian Poulter kylfingur septembermánaðar

Ian Poulter er kylfingur september mánaðar á Evrópumótaröðinni og vegur þar þyngst frábær frammistaða hans í Ryder Cup sigri liðs Evrópu í Medinah í Chicago í síðasta mánuði.  Hann vann ásamt Rory McIlroy lífsnauðsynlegan sigur í fjórboltaleik, sem hélt lífi í sigurvonum Evrópu og sigraði síðan tvímenningsleik sinn s.s. frægt er orðið gegn Webb Simpson.

Hann hlaut yfirburðakosningu þeirra sem stóðu að vali kylfings septembermánaðar á Evrópumótaröðinni

Poulter hlaut að viðurkenningu ágrafinn disk  og 3 lítra  Moët & Chandon kampavínsflösku.

Poulter sagði: „Ég er ánægður að hafa verið valinn The Race to Dubai kylfingur mánaðarins;  vikan í  Medinah var svo sannarlega ótrúleg og nokkuð sem ég mun ávallt halda í hávegum. Það er mikilvægt að ítreka að þetta var liðakeppni og ég gæti ekki hafa spilað eins og ég gerði á styrkst og tiltrúar allra liðsfélaga minna, kylfusveinanna, aðstoðarfyrirliðanna og auðvitað Olazábal fyrirliða. Þetta er viðurkenning okkar allra. Ryder bikarinn verður mér ávallt kær vegna hins hreina stolts og ástríðu sem hann laðar fram í öllum og ég er nú þegar farinn að hlakka til Gleneagles árið 2014!”

Poulter fetar í fótspor annarra frábærra kylfinga sem valdir hafa verið kylfingar mánaðarins á Evrópumótaröðinni: Branden Grace (janúar), Paul Lawrie (febrúar), Rory McIlroy (mars og ágúst), Louis Oosthuizen (apríl), Luke Donald (maí), Jamie Donaldson (júní) and Ernie Els (júlí). Ian Poulter ásamt framgreindu 7 kylfingum kemur til álita í vali á Race to Dubai kylfings ársins.

Heimild: europeantour.com