Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2012 | 11:03

LPGA: Inbee Park aðeins ein af 5 sem sigrað hefir í 2 mótum eða fleirum á LPGA 2012

Hin 24 ára Inbee Park frá Suður-Kóreu vann það glæsilega afrek í gær að sigra á Sime Darby mótinu í Malasíu. Hún hafði betur gegn löndu sinni Na Yeon Choi, sem búin var að leiða allt mótið.

Þetta er 2. sigur Inbee Park á þessu ári á móti sem LPGA stendur að, en í sumar sigraði hún á Evían Masters.

Hún er aðeins ein af 5 kylfingum á LPGA í ár sem sigrað hafa oftar en 1 sinni í móti á vegum LPGA. Hinar sem unnið hafa 2 mót eða fleiri á LPGA í ár eru: Yani Tseng, Stacy Lewis, Ai Miyazato og Jijay Shin. Ekki amalegt að tilheyra þessum hópi!

Utan þessa árs, þar sem allt virðist hafa fallið með Inbee var síðasti sigur hennar á US Women´s Open mótinu 2008.

Til þess að fræðast  nánar um Inbee Park  SMELLIÐ HÉR: