Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2012 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 2. sæti á Susie Maxwell Berning Classic mótinu eftir 1. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik 2012 og í Bobcats golfliði Texas State hóf í gær leik á hinu 3 daga Susie Maxwell Berning Classic móti í Oklahoma. Mótið stendur dagana 15.-17. október 2012.

Spilað er í Jimmie Austin OU Golf Club í Norman, Oklahoma.  Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum.

Valdís Þóra lék fyrsta hring í gær á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 27. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag. Valdís Þóra fékk 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba á hringum.  Hún er á 3.-4. besta skori í liði sínu og telur skor hennar því.

Bobcats golflið Texas State og Valdísar Þóru deilir 2. sætinu ásamt Notre Dame og Texas Tech.

Golf 1 óskar Valdísi Þóru góðs gengis í dag!!!

Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru og stöðunni á Susie Maxwell Berning Classic  SMELLIÐ HÉR: