PGA: Allra augu á efstu 125 á peningalistanum
Það er kunnugra en frá þurfi að segja að 125 efstu á peningalista PGA Tour hljóta kortin sín fyrir næsta keppnistímabil.
Því er það svo að í lok hvers tímabils er spennandi að fylgjast með þeim sem er í 125. sæti þ.e. síðasta manni inni sem heldur keppnisrétti sínum á PGA Tour og þeim sem eru rétt fyrir ofan og neðan 125. sætið.
Í hverju PGA Tour mótinu á fætur öðru, síðla á keppnistímabilinu stíga allt í einu fram frekar óþekkt nöfn og spila golf lífs síns, því það er jú lífsspursmál að halda sér í einhverju af efstu 125 sætunum.
Fyrir Frys.com Open mótið sem lauk í San Martin í Kaliforníu í gær með sigri Svíans Jonasar Blixt var bandaríski kylfingurinn Jeff Maggert í 125. sætinu. Maggert varð að fara í Q-school á síðasta ári og flaug í gegn en er að reyna að halda sér inni í þetta sinn með góðri frammistöðu á peningalistanum. (Sjá kynningu Golf 1 á Jeff Maggert með því að SMELLA HÉR: ) Hann fór upp í 119. sætið eftir að hafa hlotið $72,500 í verðlaunafé í gær meðan Kevin Chappell og Gary Christian féllu báðir niður fyrir 125. sætið, þar sem þeir komust hvorugir í gegnum niðurskurð.
Tveir kylfingar færðust þess í stað á topp-125 þ.e. nýliðinn Jason Kokrak fór úr 167. sætinu í 117. sætið og Rod Pampling skreið úr 126. sætinu, sem enginn vill vera í, í það 124.
Nokkur stór nöfn í golfheiminum eru enn utan topp-125 listans þ.á.m.: Retief Goosen (Nr. 131), Justin Leonard (Nr. 138), John Daly (Nr. 141) og Camilo Villegas (Nr. 152).
Billy Mayfair er nú í eftirsótta 125. sætinu, sem er það síðasta til að veita keppnisrétt á næsta keppnistímabili PGA Tour.
Til þess að sjá peningalista PGA Tour SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024