Paul Casey horfir á björtu hliðarnar
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er ISPS Handa Perth International, sem hefst í dag og fer fram á golfvelli Lake Karrinyup klúbbsins, í Perth, Vestur-Ástralíu.
Ef þetta hefði verið árið 2009 hefði Paul Casey verið meðal þeirra, sem taldir hefðu verið sigurstranglegastir – hann var þá nr. 3 á heimslistanum og þeir tveir sem voru í sætunum á undan voru Tiger Woods og Phil Mickelson.
Í gær voru markmið hins 35 ára Casey, sem tók þátt í Pro-Am hluta mótsins í Lake Karrinyup, þau sömu.
„Ég vil bara koma hingað og standa mig vel og gefa mér tækifæri til að sigra á sunnudaginn. En ég ætla ekki að gera mikið úr því. Ég hef áður sett of mikla pressu á mig og það hefir eyðilagt.“
Í dag er Casey nr. 132. á heimslistanum og í 163. sæti á stigalista Evrópumótaraðarainnar.
Staða hans á helstu stigalistum heims hefir breyst á 12 mánuðum, vegna axlarmeiðsla sem hann hefir átt í stríði við eftir snjóbrettaslys í Vail Colorado s.l. jól. Meiðslin hafa sett sitt strik í reikninginn hjá honum – hann náði t.a.m. ekki niðurskurði í 3 risamótum og í því fjórða tók hann ekki þátt.
Fyrir tveimur vikum hljóp hundur inn á golfvöllinn á Alfred Dunhill Links Championship og tók boltann hans. Casey vonar að kengúrurnar í Karrinyup hafi ekkert svipað í huga í þessari viku.
Casey náði 3. sætinu á móti kóreönsku PGA í síðustu viku þ.e. á Shinhan Donghae Open, sem fram fór í the Jack Nicklaus Golf Club í Songdo, Incheon.
Casey er smátt og smátt að gera sér grein fyrir að möguleikarnir í golfi eru endalausir og þorir nú aftur að velta fyrir sér möguleikum sínum.
„Að ná leiknum saman aftur og treysta á öxlina hefir tekið lengri tíma en ég hélt að það myndi taka. En kannski er þetta eitt af bestu snjóbrettaslysum sem ég hef átt því ég hef tekið golfleikinn minn í sundur og farið í gegnum og litið á allt og séð hvað ég verð að gera og vinna í til þess að vera eins góður og ég get framast orðið.
Þetta ár hefir verið pirrandi og það var augljóslega sjálfum mér að kenna en mér líður vel með hvernig allt gengur og hvernig framtíðin lítur út.“
Casey varði mikið af gærdeginum í Pro-Am hluta á Karrinyup vellinum í að muna hvernig völlurinn spilaðist þegar hann tók þátt 2003 í Johnnie Walker Classic. Hann lýsti slætti sínum sem „ansi góðum“ og andlegri hlið leiks síns sem „þeirri sem liti fram á við.“
„Hraðinn og fjarlægðin eru að detta inn sem er skemmtilegt,“ sagði Casey. „Golfið sem ég spilaði í upphafi árs 2009 var frábært. Ég sigraði í 3 mótum fyrir maí. Nú vil ég bara fara aftur fara að spila á því stigi golfsins aftur. Ég hugsa að ég geti verið betri en þá. Hvar ég verð á heimslistanum þá hef ég enga hugmynd um.“
Heimild: The West Australian
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024