
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 7. sæti á Susie Maxwell Berning Classic mótinu
Valdís Þóra Jónsdóttir, klúbbmeistari GL 2012, Íslandsmeistari í höggleik 2012 og í Bobcats golfliði Texas State lauk í gær leik á hinu 3 daga Susie Maxwell Berning Classic móti í Oklahoma. Mótið stóð dagana 15.-17. október 2012.
Spilað var í Jimmie Austin OU Golf Club í Norman, Oklahoma. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum.
Valdís Þóra lék samtals á 13 yfir pari, 229 höggum (74 84 71). Hún var á 4. besta skorinu í liði sínu og taldi það því.
Bobcats golflið Texas State og Valdísar Þóru varð í 7. sæti í liðakeppninni ásamt Coastal Carolina (gamla háskólanum hans Dustin Johnson).
Næsta mót Valdísar Þóru og Texas State er Alamo Invitational, sem fram fer í San Antonio, Texas í lok mánaðarins, þ.e. 28.-30. oktober n.k.
Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru og stöðunni á Susie Maxwell Berning Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða