Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 12:00

GS: Herrakvöld GS 2012 verður haldið 9. nóvember n.k.

Hið árlega Herrakvöld Golfklúbbs Suðurnesja verður haldið föstudaginn 9.nóvember n.k í golfskálanum í Leiru.

Gunnar Páll Rúnarsson mun reiða fram hið marg rómaða sjávarréttarhlaðborð.

Happdrætti með glæsilegum vinningum og uppboð verða á sínum stað.

Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00. Hægt er að panta miða í síma 846-0666 eða á gtj@gs.is

Herrar í GS eru hvattir til að fjölmenna á þetta skemmtilega kvöld!!!